Ársskýrsla umboðsmanns skuldara fyrir árið 2019 er með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur síðustu ár en ársskýrslan er nú birt á nýjum ársskýrsluvef.
Líkt og síðustu ár er áhersla lögð á skýra og aðgengilega framsetningu á verkefnum embættisins og tölulegum upplýsingum tengdum þeim.
Skýrslan er sett upp með einföldum hætti þannig að lesandinn getur valið strax þá kafla sem hann hefur helst áhuga á að kynna sér.
Í þeim köflum þar sem fjallað er um einstaka úrræði embættisins er jafnframt hægt að nálgast ítarlega samantekt á tölfræði varðandi hvert úrræði fyrir sig.
Er það von embættisins að framsetning þessi muni auðvelda enn aðgengi að skýrum upplýsingum um starfsemi embættisins.