Fara í efni

Ásta S. Helgadóttir

umboðsmaður skuldara

Heimsfaraldurinn hélt áfram að hafa áhrif á árinu 2021, í þeim skilningi að hluta ársins var skrifstofa embættisins lokuð almenningi vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Fjarvinna starfsmanna var mikið nýtt á árinu og gekk það fyrirkomulag vel. Samskiptamáti við umsækjendur er almennt rafrænn eða í gegnum síma og hafði því breytt vinnufyrirkomulag og lokun skrifstofunnar engin teljandi áhrif á þjónustu embættisins. Embættið hyggst jafnframt gera stafræna þjónustu enn betri með því að bjóða upp á sérstakt vefsvæði fyrir umsækjendur, svokallað „mitt svæði“ og er á stefnuskránni að taka það í notkun á næsta ári. Á vefsvæðinu geta umsækjendur átt í samskiptum við embættið, móttekið og sent skjöl og fylgst með stöðu mála.

Lesa ávarp