Í kjölfar þess að umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt er skipaður umsjónarmaður og hefst þá ferli samningagerðar.
Þegar umsjónarmaður gerir frumvarp til samnings um greiðsluaðlögun kveða lög um greiðsluaðlögun á um að frumvarpið skuli tryggja framfærslu skuldara og fjölskyldu hans og að raunhæft sé að hann muni geta staðið við skuldbindingar sínar, endurskipulagt fjármál sín og komið á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu.
Á árinu 2019 komust á 77 samningar til greiðsluaðlögunar þá var í 63% samninga kveðið á um 100 % eftirgjöf allra samningskrafna.
Tímabil greiðsluaðlögununar í samningum á árinu 2020 var frá því að vera ekkert tímabil uppí 36 mánuði. Algengasta niðurstaða var 24 mánuðir eða í 31% samninga.
Með greiðsluaðlögun má kveða á um algera eftirgjöf einstakra krafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest á þeim, skilmálabreytingar, greiðslu þeirra með hlutdeild í afborgunarfjárhæð sem greiðist með ákveðnu millibili á tilteknu tímabili, breytt form á greiðslu krafna eða allt framangreint í senn.
Hér koma ýmsir þættir til skoðunar t.d. fjárhæð skulda, fjölskyldustaða og aldur og er það hlutverk umsjónarmanns í samráði við skuldara að meta hvernig samningur sé best til þess fallinn að uppfylla skilyrði laganna sem fjallað er um hér að ofan.