Fara í efni

Embættið er fyrst og fremst þjónustustofnun þar sem einstaklingar geta fengið endurgjaldslausa aðstoð sérfræðinga við úrlausn á fjárhagsvanda.

Helstu verkefni :

  • Ráðgjöf 
  • Fyrirspurnir og símaráðgjöf 
  • Fræðsla um fjármál heimilanna 
  • Gerð framfærsluviðmiðs

Embættið fer einnig með framkvæmd eftirfarandi úrræða:

  • Framkvæmd greiðsluaðlögunar, sbr. lög nr. 101/2010
  • Veita fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar, sbr. lög nr. 9/2014


Markmið embættisins er að veita ávallt sem besta þjónustu og er lögð áhersla á að leita stöðugt leiða til að bæta hana.

Embættið heldur úti öflugri símaráðgjöf þar sem hægt er að leita nánari upplýsinga um þá þjónustu sem stendur til boða og fá svör við einföldum spurningum og ráðleggingar um hvert sé hægt að leita eftir frekari svörum eða þjónustu. 

Þá er einnig hægt að senda fyrirspurnir til embættisins i gegnum vef t.d. óska eftir símtali eða fá skrifleg svör við einstaka fyrirspurnum. 

Nýtt umsóknarferli

Á árinu 2019 var tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi umsóknir til embættisins. Í stað þess að umsækjandi velji í umsókn sinni milli úrræða hjá embættinu, ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar er núna sótt um aðstoð vegna fjárhagsvanda.

Starfsmenn embættisins greina svo og meta í samráði við umsækjanda hvaða úrræði henti best til úrlausnar á vanda viðkomandi. Með þessu leitast embættið við að bæta þjónustu við umsækjendur og að þjónustan verði markvissari og biðtími eftir úrlausn minnki.