Fara í efni

Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf.

Ráðgjöf hefst eftir að umsókn um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur borist og greining hefur farið fram í samráði við umsækjanda. 

Í ráðgjöf felst meðal annars að gert er greiðsluerfiðleikamat með það að markmiði að öðlast heildarsýn á fjármálin og leita leiða til lausnar. 

Með ráðgjöf hjá umboðsmanni skuldara er leitast við að leysa úr fjárhagserfiðleikum áður en vandinn er orðinn slíkur að önnur úrræði, svo sem greiðsluaðlögun eða gjaldþrotaskipti, þurfi til. Í kjölfar úrvinnslu umsóknar fær umsækjandi samantekt um fjárhagsstöðu sína, greiðsluerfiðleikamat, og ef möguleiki er tillögur til úrbóta. Í sumum tilvikum aðstoða ráðgjafar umsækjendur við að leita samninga við kröfuhafa sem geta m.a. falið í sér lengingu á lánum, niðurfellingu dráttarvaxta, frystingu lána eða skuldbreytingu lána.

Ef framangreind úrræði duga ekki er umsækjendum ráðlagt að sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga eða fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta hjá umboðsmanni skuldara.

Þegar afgreiddar umsóknir í ráðgjöf eru eru skoðaðar má sjá að skipting milli kynja er nokkuð jöfn.

Á árinu voru afgreiddar umsóknir karla 53% en kvenna 47%

Flestar afgreiddar umsóknir voru umsóknir einstaklinga (1+0) eða 72%

Heildar fjöldi umsókna í ráðgjöf
Heildar fjöldi umsókna afgreiddur í ráðgjöf 2019