ÁRSSKÝRSLA 2019
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda Ráðgjöf Greiðsluaðlögun
Fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta
umboðsmaður skuldara
Árið 2019 var eins og fyrri ár nokkuð viðburðaríkt hjá embættinu.
Líkt og kom fram í ársskýrslu árið 2018 vakti embættið fyrst athygli á vaxandi vanda vegna skyndilána á því ári. Undirrituð hefur lýst yfir áhyggjum sínum af þeim hættumerkjum sem hafa verið á lofti varðandi fjárhagsvandræði ungs fólks og bent á að taka þurfi á vandanum með aukinni fræðslu og skýrara regluverki gagnvart lánveitendum. Embættið átti fulltrúa í starfshópi um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja, sem var skipaður af iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum í janúar 2019.