Fara í efni

Framkvæmd greiðsluaðlögunar skv. lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 er eitt af meginhlutverkum umboðsmanns skuldara.

Markmið laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.

Vinnsla greiðsluaðlögunarmála fer að öllu leyti fram innan embættisins þar sem lögfræðingar sinna vinnslu greiðsluaðlögunarmála frá upphafi umsóknar til loka máls.

Umsóknarkerfi embættisins er rafrænt og þurfa umsækjendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. 

Vinnslu umsókna um greiðsluaðlögun einstaklinga getur lokið á þrjá vegu,með samþykki, með synjun og með því að umsækjandi sjálfur ákveður að afturkalla umsókn sína. Fleiri en ein ástæða getur legið að baki því að umsókn um greiðsluaðlögun er synjað. 

Ástæða synjana á árinu 2022

Nokkra breytingu má sjá á því til hvaða synjunarliða var oftast vísað á árinu 2022. 

Í 6. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga eru tilteknar aðstæður sem komið geta í veg fyrir að greiðsluaðlögun verði heimiluð. Ákvæðið skiptist í tvær málsgreinar, í 1. mgr. eru taldar upp þær ástæður sem leiða til þess að umboðsmaður skuldara skuli hafna umsókn. Í 2. mgr. kemur fram að umboðsmanni skuldara sé heimilt að synja um heimild til að leita greiðsluaðlögunar ef óhæfilegt er að veita hana. 

  • Í 29% synjana á árinu 2022 var vísað til b-liðar 2. mgr. en skv. þeim lið er heimilt að synja umsókn ef skuldari hefur stofnað til skulda á þeim tíma er hann var greinilega ófær um að standa í skilum. 
  • Í 27 % synjana var vísað til  b-liðar. 1. mgr. en þar segir að synja skuli um heimild til greiðsluaðlögunar ef fyrirliggjandi gögn gefa ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara. 
  • Í 20% tilfella var vísað til c- liðar 2. mgr. skv. þeim lið er heimilt að synja umsókn ef skuldari telst hafa hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu skuldara á þeim tíma sem til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað.

Þess má geta að á síðustu árum hefur lang algengasta ástæða þess að umsókn er synjað verið sú að fyrirliggjandi gögn gefa ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara sbr. b-liður. 1. mgr. 6. gr.  og var í 75% synjana árið 2021 vísað í þann lið. 

Kærðar ákvarðanir

Ákvarðanir umboðsmanns skuldara um synjn á heimild til að leita greiðsluaðlögunar og um niðurfellingu á heimild til að leita greiðsluaðlögunar má kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Á árinu 2022 voru 2 ákvarðanir kærðar. Í fyrri kæru var ákvörðun umboðsmanns staðfest en síðari kærunni var vísað frá. 

Mótteknar umsóknir í greiðsluaðlögun 2022

Þegar umsóknir um greiðsluaðlögun eru skoðaðar má sjá að konur eru í meirihluta þeirra sem sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Á árinu 2022 voru 67% umsækjenda konur og 33% voru karlar.

Meirihluti umsækjenda voru einstaklingar með fjölskyldumerkinguna 1+0 eða 60%

%
Samþykkt
Synjað
Afturkallað