Meðal hlutverka umboðsmanns skuldara er að veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna.
Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á veita almenna fræðslu um fjármál heimilanna. Á vefsíðu embættisins má nálgast ýmsan fróðleik um fjármál, framfærsluviðmið og tæki og tól sem nýst geta einstaklingum. Má þar helst nefna Excel skjal með fyrir heimilisbókhald og Kladdann sem er vikudagbók fyrir einstaklinga sem vilja ná tökum á fjármálum sínum.
Greiningarvinna
Lögð hefur verið áhersla á að greina þann hóp sem til embættisins leitar hversu sinni og hefur það áhrif á þá stefnu sem mörkuð er í fræðslumálum og þjónustu embættisins. Embættið hefur einnig átt gott samstarf við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Samstarfið hefur á síðustu árum að megin stefnu til falist í að starfsmenn UMS hafa boðið upp á fræðslu fyrir félagsráðgjafa hjá miðstöðvum Reykjavíkurborgar og fyrir hópa einstaklinga sem nota þjónustu velferðarsviðs t.d. hjá Virknihúsi, Tinnu o.fl.
Tölum um peninga
Á árinu 2022 var farið af stað í tilraunaverkefni í samstarfi við Virknihús á vegum Reykjavíkurborgar. Í verkefninu fólst að bjóða upp á námskeið fyrir einstaklinga í verkefninu út á vinnumarkaðinn á vegum Virknimiðlunar Reykjavíkurborgar.
Námskeiðin báru heitið Tölum um peninga, hvert námskeið var 3 skipti og var markmiðið að leitast við að gera þátttakendum kleift að takast á við fjármál sín á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Námskeið á vegum fjármálavits
Í byrjun árs 2022 tók UMS þátt í gerð stafræns námskeiðs á vegum Opna háskólans í HR og Fjármálavits. Fulltrúi embættisins sá þar um fræðslu í flokknum fjármál heimilisins.
Námskeiðið er aðgengilegt á vef Opna háskólans í HR.
Fræðsla á árinu 2022