Fara í efni

Græn skref

árinu 2021 byrjaði umboðsmaður skuldara í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.
Aðgerðum Grænna skrefa er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri. Skref 1-4 innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum en fimmta skrefið tekur á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun.


Stofnaður var stýrihópur fjögurra starfsmanna sem leiddi verkefnið og var í samskiptum við Umhverfisstofnun varðandi úttektir. Fyrsti fundur stýrihópsins var haldinn 18. febrúar og var strax ákveðið að taka verkefninu fagnandi og sinna því af kostgæfni. Haldnir voru 11 fundir í stýrihópnum á árinu 2021 og tekið á um 90 aðgerðum til að ná markmiðinu.

Verkefnið snýst um að uppfylla 5 skref með allskonar þáttum sem stuðla að bættri umgengni og lækkun á kolefnisspori stofnana. Embættið hafði áður tekið þónokkur skref sem nýtast vel í verkefninu svo sem flokkun úrgangs, samgöngusamninga og verið vakandi gagnvart pappírsnotkun og endurvinnslu.

Þrjú skref voru tekin á árinu 2021 það fyrsta var staðfest 12. júlí, annað skrefið var staðfest 5. október og það þriðja 7. Janúar 2022.

Grænu bókhaldi var skilað í gagnagátt Umhverfisstofnunar fyrir árin 2019 og 2020 í mars og gögnum fyrir árið 2021 var skilað í mars 2022. Meðfylgjandi töflur eru einmitt fengnar úr skýrslum bókhaldsins. Þær sýna okkur glöggt að árangur verkefnisins er skýr og að vel hefur tekist til með að ná niður kolefnisspori stofnunarinnar sem og að hækka endurvinnsluhlutfall úrgangs.

Á árinu 2022 hefur embættið sett sér það markmið að klára öll 5 skrefin í verkefninu og að gera samning við þar til bæra aðila um kolefnisjöfnun.

Umboðsmaður skuldara

 

 

Umboðsmaður skuldara