Fara í efni

 

Verkefnið Leitin að peningunum sem framleitt var af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu lauk áhaustmánuðum 2021. Alls komu 52 hlaðvarpsþættir út og nutu þættirnir mikilla vinsælda á hlaðvarpsveitum frá því þeir fóru fyrst í loftið.

Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði í framhaldi af ítrekuðum ábendingum umboðsmanns skuldara um vanda ungs fólks vegna skyndilána og leitað höfðu ráða hjá stofnuninni. Ákveðið að fara af stað með sérstakt kynningarverkerkefni í samvinnu við félagsmálaráðuneytið þar sem fjallað yrði um fjármál í viðtalsformi og var aðalmarkhópurinn ungt fólk á aldrinum 18-25 ára.Verkefnið tókst í alla staðivel og í samræmi við þær væntingar sem til verkefnisins voru gerðar.

Verkefnið vann embættið með liðsinni Kolbeins Marteinssonar hjá Athygli, en hann ritstýrði m.a. hlaðvarpsþáttunum. Gunnar Dofri Ólafsson var fengin í sæti umsjónarmanns en Júlí Heiðar Halldórsson stýrði fyrstu 10 þáttunum.

Hlaðvarpsþættirnir

Alls voru gefnir út 52 þættir sem hefur verið hlaðið niður um 250 þúsund sinnum á tímabilinu september 2020 til desember 2021. Þættirnir og viðfangsefni þeirra voru auk þess reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum meðan á verkefninu stóð og náðu þættirnir í efstu sæti vinsældarlista yfir vinsælustu hlaðvörp Íslands.  

Hlustendur hafa verið á öllum aldri en 30% hlustenda á þessum tíma voru einstaklingar á aldrinum 18-27 ára og var kynjahlutfall nokkuð jafnt. 

Vefsíðan

Í lok október 2020 var opnuð vefsíðan Leitin að peningunum leip.is og á sama tíma fór fyrstu þáttur áðurnefnds hlaðvarps í loftið.

Á vefsíðunni má nálgast alla þá hlaðvarpsþætti seríunnar, stutt myndbönd um afmarkað efni tengd fjármálum sem og fræðslugreinar. Vefsíða hefur öðlast sjálfstætt líf og mun efni flæða þar inn jafnt of þétt eftir þörfum á hverjum tíma.