Fara í efni

Fræðslu og kynningarstarf

Meðal hlutverka umboðsmanns skuldara er að veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna.

Embættið hefur lagt rækt við þetta verkefni með ýmsum hætti, svo sem með upplýsingum á heimasíðu og á facebook síðu embættisins og með samskiptum við fjölmiðla um vanda skuldara og um þau úrræði sem í boði eru.

Embættið hefur lagt mikla áherslu á fræðslustarf og forvarnir á síðustu árum og hefur gott samstarf myndast t.a.m við aðila sem þjónusta einstaklinga sem kunna að þurfa á aðstoð vegna fjárhagsvanda að halda. Árið 2021 var að mörgu leiti frábrugðið fyrri árum en lítið svigrúm gafst til þess að halda fræðslufundi vegna Covid-19 takmarkana sem voru í gildi stóran hluta ársins. Þó voru haldnir fjórir fræðslufundir í samstarfi við Virknimiðlun á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 

Embættið lagði mikla áherslu á skýrar og leiðbeinandi upplýsingar á vefsíðu embættisins tengdar fjármálum á óvissutímum vegna Covid-19 

Embættið hefur á síðustu árum átt gott samstarf við þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og boðið upp á fræðslu fyrir félagsráðgjafa og aðra starfsmenn. Þá hefur embættið einnig verið þátttakandi í hinum ýmsu verkefnum og boðið upp á fræðslu fyrir þátttakendur og fagaðila.

Leitin að peningunum

Í október árið 2020 var undirritað samkomulag um framlag Félags- og barnamálaráðherra til að efla fjármálafræðslu meðal ungmenna enda var á þeim tíma mikil aukning í umsóknum einstaklinga á aldrinum 18- 29 ára um aðstoð vegna fjárhagsvanda. Margir voru í vanda vegna skyndilána og þörfin fyrir fræðslu og forvarnir mikil.   Ákveðið var að leggja áherslu á tvær leiðir, gerð hlaðvarpsþátta um fjármál einstaklinga og opnun vefsíðu þar sem gott aðgengi væri að ýmiskonar fræðslu um fjármál. 

Meira um leitina að peningunum