Fara í efni

Framfærsluviðmið

Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara eru ætluð sem viðmið þegar leitað er lausna á skuldavanda með úrræðum embættisins. Viðmiðin eru ætluð til styttri tíma en viðmið ýmissa annarra, til dæmis dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Viðmið embættisins taka mið af raunútgjöldum íslenskra heimila skv. útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands um neysluútgjöld í slenskra heimila.

Umsækjendur þurfa sjálfir að tiltaka í umsókn sinni ýmsan kostnað við framfærslu, svo sem vegna hita, rafmagns, dagvistunar barna, fasteignagjalda og er þeim bætt við annan kostnað til að reikna út heildarframfærslukostnað fjölskyldunnar. Viðmiðin taka þannig tillit til aðstæðna hjá hverjum og einum umsækjanda.

Nánar má lesa um framfærsluviðmiðin á vefsíðu embættisins og þar er einnig að finna reiknivél.