Hjá embættinu starfa einstaklingar með fjölbreytta menntun og mikla reynslu og er það markmið embættisins að leggja rækt við þá þekkingu sem myndast hefur.
Embættið leitast við að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjanlegan vinnutíma með það að markmiði að auðvelda starfsfólki að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs án þess þó að það komið niður á þjónustu þeirri sem embættið veitir.
Embættið hefur verið lánsamt í gegnum árin með gott starfsólk. Meirihluti starfsmanna hefur starfað frá stofnun embættisins og störfuðu jafnvel áður hjá fyrirrennara embættisins sem var Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna (meðalstarfsaldur tekur mið af því). Hjá embættinu hefur því orðið til mikil þekking á því sem varðar fjármál heimilanna.
Á árinu 2020 voru starfsmenn 16 í 15,3 stöðugildum.
Að auki var einn starfsmaður í fæðingarorlofi fram í október.
Þá starfaði einnig laganemi hjá embættinu í hlutastarfi í 6 mánuði.
Umboðsmaður skuldara styrkir starfsmenn sína til að sinna heilsu sinni og stunda líkamsrækt.
Á árinu 2020 var heilsustyrkur greiddur út til 13 starfsmanna, þar af fengu 10 starfsmenn fullan styrk og 3 hlutastyrk.
Samtals styrkúthlutun var 423.000 kr.
Einn starfsmaður var með árs samgöngusamning og fékk samgöngustyrk 35.000 kr.