Fara í efni

Framkvæmd greiðsluaðlögunar skv. lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 er eitt af meginhlutverkum umboðsmanns skuldara.

Markmið laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.

Vinnsla greiðsluaðlögunarmála fer að öllu leyti fram innan embættisins þar sem umsjónarmenn sinna vinnslu greiðsluaðlögunarmála frá upphafi umsóknar til loka máls.

Umsóknarkerfi embættisins er rafrænt og þurfa umsækjendur ekki að skila inn skriflegu samþykki vegna gagnaöflunar heldur er slíkt samþykki veitt rafrænt. Innskráning í umsóknina er í gegnum island.is, annað hvort með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Vinnslu umsókna um greiðsluaðlögun einstaklinga getur lokið á þrjá vegu,með samþykki, með synjun og með því að umsækjandi sjálfur ákveður að afturkalla umsókn sína.

Fleiri en ein ástæða getur legið að baki því að umsókn um greiðsluaðlögun er synjað .

Algengasta ástæða synjunar á árinu 2020 var óljós fjárhagur umsækjanda en í 75% umsókna var óljós fjárhagur ein af synjunarástæðum.

Kærðar ákvarðanir

Ákvarðanir umboðsmanns skuldara um synjn á heimild til að leita greiðsluaðlögunar og um niðurfellingu á heimild til að leita greiðsluaðlögunar má kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Á árinu 2020 voru 5 ákvarðanir um synjun kærðar, af þeim voru 2 ákvarðanir staðfestar, í einu tilfelli var fallið frá kæru. í lok árs 2020 voru tvö kærumál enn í vinnslu hjá úrskurðarnefnd.

 

Umsóknir um greiðsluaðlögun 2020
Afgreiddar umsóknir um greiðsluaðlögun 2020

Þegar umsóknir um greiðsluaðlögun eru skoðaðar má sjá að konur eru í meirihluta þeirra sem sækja um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Á árinu 2019 voru 57% umsækjenda konur og 43% voru karlar.

Meirihluti umsækjenda voru einstaklingar með fjölskyldumerkinguna 1+0 eða 70%

%
Samþykkt
%
Synjað
%
Afturkallað