Fara í efni

Lög um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014 tóku gildi þann 1. febrúar 2014.

Úrræðið felst í að umsækjandi óskar eftir að fá greidda tryggingu fyrir skiptakostnaði vegna gjaldþrotaskipta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Markmiðið er að gera einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum og hafa árangurslaust leitað annarra greiðsluvandaúrræða kleift að krefjast sjálfir skipta á búi sínu.

Helstu skilyrðin eru að umsækjandi eigi í verulegum greiðsluerfiðleikum, umsækjandi geti ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda umsækjanda. Sambærileg skilyrði er einnig að finna í lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 sem umsækjandi þarf að uppfylla til þess að fá heimild til að leita greiðsluaðlögunar.

Fleiri en ein ástæða geta legið að baki því að umsókn um fjárhagsaðstoð til greiðslu skiptakostnaðar er synjað.

Á árinu 2020 var algengasta ástæða þess að umsókn var hafnað sú að umsækjandi uppfyllti ekki skilyrði b- liðar, 1. mgr. 3. gr. um að geta ekki staðið skil á tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta að teknu tilliti til eigna- og skuldastöðu. 

Á árinu 2020 óskuðu 32 einstaklingar sem höfðu fengið samþykki fyrir fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta eftir því að bú þeirra yrðu tekin til gjaldþrotaskipta.

Við upphaf árs 2020 höfðu 67 einstaklingar fengið samþykki fyrir fjárhagsaðstoð en ekki óskað eftir að bú þeirra yrði tekið til gjalþrotaskipta.

 

Heildarfjöldi umsókna

2020
%
Karlar
%
Konur
%
Umsókna samþykktar
%
Umsókna afturkallaðar
%
Umsókna synjað